Ársreikningar
Við vinnum ársreikninga upp úr bókhaldi félagsins og skattframtalið í framhaldi af því sem er sent rafrænt til ríkisskattstjóra. Við tökum að okkur skyldur skoðunarmanna ársreikninga fyrir félög, enda sé skattframtalið unnið af okkur. Lögð er áhersla á að fara yfir ársreikninga félagsins með eigendum/stjórnarmönnum og koma með tillögur til úrbóta og jafnframt benda á hvað gengur vel. Fyrirtæki sem fara ekki fram úr tvennum af eftirfarandi stærðarmörkum tvö ár í röð ber ekki skylda til að ráða löggiltan endurskoðada. Vinna löggiltra endurskoðenda er dýr sem í flestum tilvikum er óþarfi fyrir minni og meðalstór fyrirtæki að kaupa.
Eignir 3.000.000 kr.
Rekstrartekjur 600.000.000 kr.
Fjöldi ársverka á reikningsári 50
Ef fyrirtæki þarfnast endurskoðunar, þá vinnum við bókhaldið upp í hendurnar á honum. Hann fær bókhaldið afstemmt sem gerir það að verkum að endurskoðunarvinnan ætti að vera minna en ella.
Reikningsskil
Ársuppgjör
Árhlutauppgjör
Ársreikningar
Árshlutareikningar
Skrá viðskipti á reikninga
Greining lykiltalna