top of page

Þjónustan okkar

Alhliða bókhaldsþjónusta

Bókvistun býður upp á alhliða bókhaldsþjónustu hvort sem um er að ræða fyrir einstaklinga, smærri eða stærri fyrirtæki í atvinnurekstri. Við byggjum á reynslu og faglegum og traustum vinnubrögðum.

Lögð er áhersla á fara yfir ársreikning félagsins með eigendum /stjórnarmönnum koma með tillögur til úrbóta og jafnframt benda á hvað gengur vel. Bókhald félags gefur upplýsingar um hvernig gengur hjá fyrirtækinu og er mikilvægt stjórntæki sem aðstoðar stjórnendum að taka réttar ákvarðanir.Við færum bókhald okkar viðskiptavina í DK-hugbúnaði eða með nettengingu við bókhaldskerfi viðskiptavinar. Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á sækja og senda bókhaldsgögnin allt eftir samkomulagi. Jafnframt er boðið upp á stofnun og slit fyrirtækja. Innheimtuþjónusta ógreiddra krafan er í samstarfi með Cato lögmönnum.

Einbeittu þér að rekstrinum- við sjáum um bókhaldið - það er góð samvinna. 

810_6868web.jpg

Ársreikningar

Lög um ársreikninga skylda öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög og samvinnufélög til að leggja fram ársreikninga sína. Við gerum ársreikninga fyrir rekstraraðila, samkvæmt lögum og viðurkenndum stöðlum um ársreikninga. Einnig vinnum við skattframtöl fyrir rekstraraðila og skilum þeim rafrænt til skattayfirvalda. Við leggjum áherslu á að öll okkar skil séu tímanleg til að lækka frekari kostnað. Þetta vinnum við allt á sanngjörnu verði.

bottom of page